
Um LIND Scandinavia
LIND Scandinavia er íslensk vefverslun sem býður upp á veggspjöld í skandinavískum stíl með íslenskum orðskýringum, tilvitnunum og merkingum íslenskra nafna. Hugmyndin er að varðveita íslenskt tungumál og um leið ylja þeim sem þér þykir vænt um með fallegum orðum.
Umhverfisvottuð prentun
Veggspjöldin eru prentuð í íslenskri umhverfisvottaðari prentsmiðju ásamt því að umbúðirnar eru umhverfisvænar, án plasts og framleiddar á Íslandi. Einnig eru límmiðarnir sem við notumst við á umbúðir FSC vottaðir. Við hvetjum viðskiptavini okkar til að endurvinna umbúðirnar.


Sagan á bakvið LIND Scandinavia
"Hugmyndin af veggspjöldunum kom til þegar ég var að velta fyrir mér jólagjöfum. Veggspjöldin voru því upprunalega til þeirra sem mér þykir mest vænt um. Veggspjöldin koma þeirri væntumþykju sem við berum til okkar nánustu í orð, og er því einstök gjöf til þeirra sem þér þykir vænt um. Ég er svo þakklát fyrir áhugann & legg mig alla fram með aðstoð móður minnar, við að veita sem besta og persónulega þjónustu."
- Aníta Lind Róbertsdóttir stofnandi og eigandi LIND Scandinavia.